Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Vísindaferð á aðalæfingu Þjóðleikhússins á Heddu Gabler, 1000kr!
28.2.2011 | 10:12
Jæja kæru listfræðinemar, kærar þakkir fyrir góða mætingu í síðustu vísindaferð! Rosalega var gaman!
Það er komið að þeirri næstu og verður farið á æfingu hjá Þjóðleikhúsinu á sýningunni Heddu Gabler. Aðalæfingin er fyrirhuguð þri. 8. mars kl. 20:00 og kostar bara 1000 kr!!
Hægt er að lesa sér til um sýninguna hér: http://www.leikhusid.is/Syningar/Leikarid-2010-2011/syning/1075/hedda-gabler
Eftir vísindaferðina getum við haldið á Hressó í ódýran bjór og áframhaldandi skemmtun. En stór bjór á Hressó er einungis á 390 kr. fyrir þyrsta listfræðinema!
Endilega skráið ykkur einungis ef þið ætlið ykkur að mæta svo hægt sé að vita um raunfjölda! Hann þarf að senda henni Dóru í Þjóðleikhúsinu í síðasta lagi á miðvikud. 2. mars þannig að þið hafið 3 daga til að skrá ykkur á þessa þrusu sýningu!!
Bestu kveðjur Stjórnin
Vísindaferð í gallerí i8
21.2.2011 | 15:45
Já í þetta skipti ætlum við að kíkja í gallerí i8 þar sem boðið verður upp á léttar veigar ásamt því að starfsemi gallerísins verður kynnt :D
Allir að mæta kl 18 í galleríið á Tryggvagötu 16, 101 Rvk, og stendur þetta svo lengi sem hentar. Gert er ráð fyrir rúmlega tveimur klukkustundum þar.
Eftir vísindaferðina getum við rölt yfir á Hressó í ódýran bjór og áframhaldandi skemmtun. Stór bjór á Hressó er á einungis 390 kr fyrir þyrsta listfræðinema!!
Endilega skráið ykkur einungis ef þið ætlið ykkur að mæta svo hægt sé að vita um raunfjölda
Bestu kveðjur Stjórnin
Vísindaferð í Vodafone
15.2.2011 | 11:10
Kæru listfræðinemar.
Næstkomandi föstudag, 18. febrúar, er vísindaferð í Vodafone. Verða sex önnur nemendafélög í vísindaferðinni, bæði frá HR og HÍ.
Mæting er stundvíslega kl 18 í Skútuvog 2. Eftir vísindaferðina er gert ráð fyrir að halda á Hressó í ódýran bjór og áframhaldandi skemmtun
Athugið að aðeins eru TÍU sæti laus, fyrsti kemur - fyrsti fær. Skráning fer fram í kommentakerfinu hér fyrir neðan.
Með kveðju, stjórnin.