Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Aðalfundur Artímu - kosningar

Kæru listfræðinemar.

Takk fyrir skemmtilega og vel heppnaða árshátíð síðastliðinn föstudag.

Nú er komið að því að þessi stjórn láti af störfum og ný er kosin. Óskum við eftir framboðum og þurfa þau að berast í síðasta lagi á miðnætti miðvikudagsins 6. apríl og fara kosningar fram á aðalfundi fimmtudaginn 7. apríl kl 17:30. Staðsetning fundar verður auglýst síðar.
Framboð berist á artima@hi.is.

Fjögur framboð óskast í stjórn Artímu, en kosningar í einstök embætti fer fram innan nýkjörinnar stjórnar (þ.e. gjaldkeri, ritari, meðstjórnandi og formaður). 1. árs nemi er kosinn í stjórnina á sérstökum haustfundi. Allir sem skráðir eru i listfræði og mæta á fundinn hafa atkvæðisrétt.
Ef einhver hefur áhuga á að vera með í ArtímaRiti eða Artíma Galleríi má sá hinn sami endilega mæta á fundinn.

Takk kærlega fyrir veturinn!
Stjórn Artímu

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband