Fyrsta partý vetrarins!
1.9.2010 | 23:57
Kæru listfræðinemar.
Næsta föstudag, þann 3. september, er stúdentagleði á Ellefunni. Kemur þessi skemmtun í stað hinnar árlegu nýnemagleði. Af því tilefni viljum við bjóða listfræðinemum, bæði nýnemum sem og eldri, í fyrsta partý vetrarins.
Það verður haldið á Ásvallagötu 17 og er mæting 20:30. Planið er að halda síðan á Stúdentagleðina en auðvitað er hverjum frjálst ferða sinna :)
Tilboð verður á barnum fyrir HÍ nema: Bjór 450 kr og skot á 400 kr. Einnig fá HÍ nemar forgang inná staðinn, gegn framvísun stúdentakorta.
Vonandi sjáum við sem flesta og ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að hringja í síma 847-8715 (Aðalheiður)
Með partý-kveðju
Aðalheiður og Birkir
E.S. Endilega gerist meðlimir að síðu Artímu á facebook, þá fáið þið allar upplýsingar "beint í æð" og verður ykkur sjálfkrafa boðið á viðburði.
Menning og listir | Breytt 2.9.2010 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Upphaf námsárs
30.8.2010 | 20:28
Kæru listfræðinemar
Nú er nýtt skólaár að hefjast og er nemendafélagið í fullum gangi við skipulagningu ársins. Við tilkynnum síðar sölu nemendakorta og dagskrá vetrarins.
Helsta mál á dagskrá núna er að finna fleiri meðlimi í stjórn Artímu. Hefð hefur verið fyrir því að fá nýnema í stjórnina og verður engin undantekning að þessu sinni. Einnig höfum við pláss fyrir annan meðlim þar sem við erum einungis tvö í stjórn en venjan er að hafa fjóra. Ef einhver hefur áhuga á að vera með endilega sendið okkur línu á adf3@hi.is (Aðalheiður) eða bik5@hi.is (Birkir).
Frábært væri að fá amk einn meðlim í stjórnina til þess að gera nemendafélagið öflugara, þá biðlum við bæði til nýnema jafnt sem eldri nemenda.
Með kveðju
Aðalheiður og Birkir
Kosningar í stjórn Artímu
6.4.2010 | 14:15
Kæru listfræðinemendur,
nú er kominn sá tími ársins að gamla stjórnin segi af sér og kjósa þarf í
nýja stjórn. Í kostningunum verður kosið um 3 embætti (Formaður, gjaldkeri
og ritari) en á haustönn er 4 aðilinn tekinn inn sem nýnemi.
Stjórnarmeðlimir Artímu sjá um að halda félagslífi innan deildarinnar
virku og felst þar inn í að skipuleggja vísindaferðir, safnaheimsóknir
o.fl.
Það að vera í stjórn er bæði skemmtilegt og ýtir undir tengslamyndun.
Það að vera tengslum við samnemendur sína samhliða náminu víkkar
sjóndeildarhring manns og býður upp á gagnvirkari skilning á námsefninu.
Auk þess er alltaf gaman að kynnast nýju fólki:)
Með þessum orðum viljum við í núverandi stjórn þakka fyrir veturinn og
ánægjulegar samverustundir og hvetja sem flesta að senda núverandi
formanni email ef áhugi er til þess að bjóða sig fram í stjórn Artímu árið
2010-2011.
Email sendist á gye4@hi.is fyrir hádegi föstudaginn 9. apríl
Kostningarkveðjur frá Artímu.
Guðrún Ýr
Stella Björk
Elín
Heiða
Miðasala fyrir árshátíð
12.3.2010 | 12:39
Kæra fólk,
Nú er miðasölu fyrir árshátíðina lokið en ef einhverjir eiga eftir að kaupa miða er hægt að leggja inn á okkur og síðan nálgast miðana í fordrykknum eða eftir samkomulagi.
Reikningsnúmerið okkar: 0323-26-711006
Kennitala:711006-0440
Verð:
5.000 kr fyrir skráða meðlimi Artímu
6.000 kr fyrir gesti
1.500 kr bara á ballið (fyrir meðlimi sem og gesti)
Frestur til að kaupa miða rennur svo út laugardagskvöldið 13. mars þannig að það er best að drífa þetta af sem fyrst :)
Við hlökkum til að sjá ykkur,
Artíma
P.s. sjáumst hress í Vodafone í kvöld!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vísó í Vodafone
11.3.2010 | 13:42
Jæja kæru listfræðinemar
Þá höldum við leið okkar í Vodafone í vísindaferð föstudaginn nk. og verum mætt stundvíslega kl. 18.00. Vodafone mun halda kynningu fyrir okkur ásamt því að bjóða upp á ýmsa leiki og veigar með. VIð munum þó ekki halda ein í þetta skiptið því stærðfræðin, enskan, eðlisfræðin, tölvunarfræðin, spænskan, sjúkraþjálfunin og lífeinda- og geislafræðin munu gleðjast með okkur.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta, því við hlökkum til að sjá ykkur!
-Artíma-
Skráning fer fram í komment kerfinu hér að neðan kæru vinir :)
Miðasala fyrir árshátíð Artímu 2010!
8.3.2010 | 20:53
Kæru listfræðinemendur
Miðasala fyrir árshátíðina okkar, sem mun verða haldin hátíðleg þann 19.
mars, mun hefjast á morgun, þriðjudag!
Miðasalan fer fram eins og hér segir:
Þriðjudag 9. mars kl. 14:00-15:00 í Árnagarði
Miðvikudag 10. mars kl. 10:00-12:00 á Háskólatorgi
Föstudag 12. mars í frímínútunum í menningarheimum í Skriðu
Verð:
5.000 kr fyrir skráða meðlimi Artímu
6.000 kr fyrir gesti
1.500 kr bara á ballið (fyrir meðlimi sem og gesti)
Sjáumst 19. mars!
Artíma
Árshátíð Artímu 2010
4.3.2010 | 22:39
Kæru listfræðinemar,
Föstudaginn 19. mars verður mikið um dýrðir því að þá verður Árshátíð Artímu 2010 haldin hátíðleg á Hótel Sögu. Líkt og í fyrra verður hún haldin ásamt níu öðrum nemendafélögum; Fiskinum, Flog, Fróða, Homo, Kumli, Mentor, Mími, Norm og Torfhildi.
Í þetta skiptið verður sameiginlegt þema Tortóla 2007 og því eru allir hvattir til að fara í sitt fínasta útrásarvíkinga púss.
Kvöldið mun hefjast klukkan 18:00 að Eggertsgötu 24, íbúð 113 þar sem Artíma mun bjóða upp á fordrykk.Eftir það munum við fara á Hótel Sögu (Tortóla), en húsið opnar klukkan 18:30.Borðhald hefst klukkan 19:30 í Súlnasal en að þessu sinni er boðið upp á hlaðborð sem verður ekki af verri endanum:
Forréttir
Hægeldaður lax með mangó salsa
Appelsínu marineraður skelfiskur
Salat með grilluðum ananas og engiferdressingu
Kjúklingastrimlar í saté sósu
Nautaþynnur á klettasalati
Aðalréttir
Kryddjurtamarinerað lambalæri
Salvíukryddaðar kalkúnabringur
Kartöflugratín
Sykurbrúnaðar kartöflur
Fersk grænmetisblanda
Rauðvínssósa
Ábætisréttir
Ávaxtabakki
Kaka
Ís
Klukkan 23:00 munu félögin svo sameinast á dansleik þar sem hljómsveitin Douglas Wilson mun halda uppi stuðinu fram eftir nóttu.
Verð
5.000 kr. fyrir skráða meðlimi Artímu
6.000 kr. fyrir óskráða og gesti
1.500 kr. bara ball
Miðasala verður auglýst síðar.
Látið ekki þennan viðburð framhjá ykkur fara!
Artíma hlakkar til að sjá ykkur sem flest
Vísindaferð í Arkiteó
23.2.2010 | 21:46
Kæru listfræðinemendur
Næsta föstudag, þann 26. febrúar, verður farið í vísindaferð á arkitektastofuna Arkiteó í Bollagötu 12, 105 Rvk. Mæting er kl 18 nk. Einar Ólafsson, eigandi stofunnar, mun taka á móti okkur og fræða okkur um stofuna og starf sitt. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Aðeins komast 20 manns með og fer skráning fram í kommenta kerfinu.
Artíma
Vísindaferð í Odda!
9.2.2010 | 17:16
Kæru listfræðinemendur
Á föstudaginn nk. klukkan 17:00 verður haldið í Prentsmiðjuna Odda þar sem tekið verður á móti okkur og farin skoðunarferð um svæðið. Eftir það verður síðan haldin kynning á starfsemi fyrirtækisins og verða léttar veitingar í boði.
Einungis 20 komast með og að venju fer skráningin fram hérna í komment kerfinu góða
Til gamans má geta að sama kvöld er Safnanótt á vegum listasafnanna þar sem söfn víðs vegar um höfuðborgarsvæðið verða opin fram eftir kvöldi með ýmsum uppákomum, svo aldrei að vita hvert för okkar er heitið eftir Vísó
Vonandi sjáum við sem flesta
Artíma
Menning og listir | Breytt 10.2.2010 kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Vísindaferð á föstudaginn!
26.1.2010 | 21:43
Heil og sæl öll sömul,
Artímu hefur boðist að fara með Mími (íslenskudeildinni) og Torfhildi (bókmenntafræðinni) til ungra sjálfstæðismanna í Valhöll föstudaginn 29. janúar kl. 18.00 þar sem boðið verður upp á spjall og léttar veitingar. Eina sem þarf að gera er að skrá sig í kommentakerfið á www.torfhildur.blog.is :)
Við bendum á að Artíma þiggur boðið á ópólitískum forsendum þar sem við tökum enga afstöðu gagnvart neinum flokki né hreyfingum.
Hlökkum til að sjá sem flesta :)
kv.
Artíma