Heimsókn og fyrirlestur í Hafnarhúsinu

Halló halló

Í upphafi nýs árs hefur Artíma ákveðið að heimsækja Listasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu og líta á þær sýningar sem nú standa yfir, Ljóslitífun og Lucy.

Um 8 leytið verður Dr. Steven C. Dubin frá Columbia háskóla með fyrirlesturinn Arresting Images: Impolitic Art and Unexpected Reactions eða Sláandi myndir: Ögrandi list og óvænt viðbrögð í fyrirlestraröð Hafnarhússins (hægt er að skoða fyrirlesturinn nánar hér: http://www.facebook.com/event.php?eid=259068810687#/event.php?eid=259068810687&index=1)

Eftir heimsóknina munum við síðan halda á Hressó, spjalla, hafa gaman og nýta okkur tilboðin á barnum sem Hressó hefur upp á að bjóða.

Einnig viljum við benda á að við erum enn að selja Artímu skírteini og nú á aðeins 2000 krónur þar sem helmingur þessa skólaárs er nú þegar liðinn. Hægt er að ná í okkur bæði í gegnum facebook og artima@hi.is nú eða bara á göngum skólans :)

 

Nýársviðburðatilhlökkun og gleði

Artíma :)
 

 


Gleðilegt nýtt ár!

elsku listfræðinemar,

Við hjá Artímu viljum óska ykkur gleðilegs nýs árs (dáldið í seinni í kantinum en virkar þó) og þakka í leiðinni allar góðu stundirnar okkar á seinasta ári.

Vonumst eftir sjá fersk og ný andlit á viðburðum Artímu og að sjálfsögðu þau gömlu og góðu einnig sem oftast á þessu ári.

Farið er að plana árshátið og er stemmning mjög góð fyrir henni í ár eins og í fyrra verður hún haldin í samráði við hinar ýmsu góðar deildir úr háskólanum. Einnig stefnum við að hinum ýmsu viðburðum til að nefna leikhúsferð, vísindaferðir og listakvöld.

Hlökkum til að sjá sem flest ykkar.

kv.

Artíma.

 


Logi í beinni!!

Jæja Kids...

Þá er komið að tækifæri fyrir fólk að komast í sjónvarpið, því okkur hefur boðist að vera með í Loga í beinni Heart nk. föstudag! Einungis eru 20 sæti í boði og því um að gera að skrá sig sem fyrst (bara í kommentin eins og vanalega).

Planið er að hittast 19:25 fyrir utan Laugarveg 176 (gamla Sjónvarpshúsinu) en útsendingin hefst 20:00. Í boði verða síðan pizzur og meðí (bjór og gos) fyrir útsendingu og milli þátta, þar sem teknir verða upp 2 þættir. 

Hlökkum til að sjá sem flesta 

Stjórn Artímu Smile

 


Vísindaferð í Landsvirkjun!

Kæru listfræðinemar.

Næstkomandi föstudag ætlum við að fara í vísindaferð í Landsvirkjun og að þessu sinni mun nemendafélagið Hvarf veita okkur félagsskap.

Mæting er mjög stundvíslega klukkan 17:00 á Háaleitisbraut 68, þar sem Landsvirkjun er til húsa. Vísindaferðin mun standa yfir frá 17:00-19:00 en eftir hana ætlum við að halda áfram að skemmta okkur á staðnum okkar, Hressó, þar sem við erum eins og þið vitið með rosa gott tilboð.

Skráning fer fram hér á síðunni frá og með núna og lýkur annað kvöld (miðvikudagskvöld). Það komast bara 20 með þannig að flýtið ykkur að skrifa komment hér að neðan!

Sjáumst hress í Landsvirkjun,

Ykkar Artíma 


Halloween!

Næstkomandi föstudag ætlar listfræðin ásamt mannfræði, hagfræði og rússnesku að halda risa Halloween partý!

Auðvitað er búningaskylda en verðlaun munu vera veitt fyrir flottasta búninginn, frumlegasta búninginn og hryllilegasta búninginn.Bolla verður í boði, en fyrir þá þyrstustu mælum við með að taka smá auka með.

Partýið verður haldið í húsi Baðhússins (Brautarholti 20) á efstu hæð og byrjar klukkan 20:00. Að sjálfsögðu fá meðlimir Artímu frítt inn en aðrir þurfa að borga 1000 kr við dyrnar (ath. ekki tekið á móti kortum).

halloween_image

 Hlökkum til að sjá ykkur öll í mega halloween stemningu!!


Vísindaferð í Íslensku Auglýsingastofuna!!

Kæru Artímufélagar,

Nú er loksins komið að því sem allir hafa beðið spenntir eftir, fyrsta vísindaferð vetrarins!

Það er Íslenska Auglýsingastofan sem hefur ákveðið að taka á móti okkur á fimmtudaginn. Við ætlum að hittast mjög stundvíslega klukkan 15:45 á Laufásvegi 49-50.

Eftir vísindaferðina ætlum við að fara saman á Hressó þar sem við erum með tilboð á bæði mat og áfengi og auðvitað ætlum við að nýta okkur það. Grin 

Það er bara pláss fyrir 20 manns þannig að skráið ykkur sem fyrst í athugasemdum hér að neðan. 

Sjáumst á fimmtudaginn,

Artíma 


Októberfest!

Jæja þá er Októberfest að skella á.
Ég biðst innilega afsökunar á stuttum fyrirvara á þessu öllu saman en að sjálfsögðu mun Artíma í samstarfi við Fróða standa fyrir fyrirpartýi áður en haldið verður á festið sjálft á föstudaginn.

Planið er svohljóðandi:
- 17:30 Heimapartý - Ægissíða 94
- Farið verður í ýmsa upphitunarleiki fyrir Októberfest, s.s. Bjórsmökkunarkeppni, bjórdrykkjukeppni, bjórpakkaleik ofl. svo ekki sé minnst á hina sívinsælu keppnir frá því í fyrra; Mottukeppni og Búningakeppni (vona að sem flestir komi í sem þýskustu búningunum) Fróði mun standa fyrir veglegum vinningum:)
-20:00 -ish Verður farið í tjöldin í Háskólanum, bið alla um að vera búna að kaupa sér miða þar sem að hver veit hve löng röðin verður á föstudaginn og veðrið verður ekki gott. Það er einnig alltaf möguleika að það verði orðið uppselt.

Artíma mun skaffa eitthvað áfengi en bið ykkur þyrstustu að koma með ykkar eigið.

MIÐASALA Á OKTÓBERFEST VERÐUR Í ÁRNAGARÐI FIMMTUDAG KLUKKAN 12:00-13:30.

Hlakka til að sjá ykkur á morgun að kaupa miða:) og sjáumst sem þýskust á föstudaginn klukkan 17:30.

Með bjórkveðju
Artíma.


Dagskrá haustannar

Hæ allir!

Nú erum við í stjórn Artímu búnar að setja saman dagskrá haustannarinnar. Takið frá þessar dagsetningar svo þið missið nú ekki af neinu!

2. október: Partý hjá Elínu! Bjór og kokteilar í boði fyrir alla meðlimi Grin 

9. október: Októberfest. Við ætlum öll að fara saman og ætlum að hafa smá fyrirpartý heima hjá Elínu.

22. október: Vísindaferð í Íslensku Auglýsingastofuna.

30. október: Halloween partý með Mannfræðinni, Hagfræðinni og Rússneskunni.

6. nóvember: Vísindaferð í Landsvirkjun.

20. nóvember: Logi í BeinniHeart

Þetta verður rosa skemmtileg önn, sérstaklega ef þið eruð dugleg að mæta Smile 

Sjáumst svo sem flest á föstudaginn,

Artíma

 

P.s. Komið og verið með á facebook (Artíma, félag listfræðinema) 

 

  


Artímufélagar og KB bankavinir athugið!

Vildum bara minna þá á sem keypt hafa nemendafélagsskírteini hjá Artímu og eru með kort hjá KB banka, geta prentað út kvittun fyrir félagsgjöldunum (yfirlit af heimabanka dugar), farið niðri í banka og fengið 1500 kall endurgreiddan. Það er nú ekki leiðinlegt!

 Kveðja

Stjórn Artímu :)

 


Fimmtudagur í Hafnarhúsinu

Jæja kæru listfræðinemar,

Eins og þið hafið eflaust séð í póstinum ykkur ætlum við að kíkja á Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið á fimmtudaginn og kíkja á yfirstandandi sýningar þar. Eftir það ætlum við að rölta yfir á Hressó og fá okkur einn tvo bjóra. Hlökkum endilega til að sjá sem flesta.

 kv.

Artíma

p.s.

Endilega joiniði groupuna okkar á facebook og fylgist með viðburðum og fl. þar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband