Færsluflokkur: Menning og listir
Samdrykkja Artímu og Soffíu
11.2.2008 | 19:10
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
SAFNANÓTT Á FÖSTUDAGINN -
6.2.2008 | 20:42
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
List @ Netheimar.net - MÁLÞING ARTÍMU OG TORFHILDAR
30.1.2008 | 16:13
MÁLÞING TORFHILDAR og ARTÍMU
félags nemenda við menningarskor:
LISTIR@netheimar.net
fer fram í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 225, föstudaginn 1. febrúar kl. 16-18.
Fundarstjóri er Gróa Björg Gunnarsdóttir, formaður Torfhildar.
Dagskrá
Gottskálk Þór Jensson, skorarformaður menningarskorar, opnar málþingið.
1. Gunnþórunn Guðmundsdóttir. Lektor í bókmenntafræði.
2. Jóhanna Björk Sveinbjörnsdóttir, Sigríður Agnes Sigurðardóttir og Sigríður Nanna Gunnarsdóttir. Háklassasamskiptalist.
- - - Hlé - - -
3. Hjördís Alda Hreiðarsdóttir og Kjartan Yngvi Björnsson. Skrif og óskrif í netheimum.
4. Ásgeir H. Ingólfsson. Örgjafi öreiganna: Er internetið andlega gjaldþrota?
Stuttar umræður eru eftir hvert erindi og boðið verður upp á veitingar í hléi.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir!
- Stjórn Torfhildar og Artímu -
Sveinbjörn býður til afmælisveislu
30.1.2008 | 14:23
Sveinbjörn býður til afmælisveislu :
- - - - - - - - -
Kæru samnemendur og velunnarar!
Í tilefni af aldarfjórðungsafmæli mínu þann 26. janúar síðastliðinn býð ég ykkur í skrall á heimili mínu, Nesvegi 76, laugardaginn 2. febrúar næstkomandi. Mæting er upp úr 8, ég sé um snakkið og þið mætið með drykki að eigin vali og góða skapið. Vonast til að sjá ykkur sem flest.
Sveinbjörn Hjörleifsson
P.S. Ef þið komið með rauðvín getið þið því miður ekki verið í stofunni þótt ykkur sé að sjálfsögðu velkomið að vera alls staðar annars staðar!
- - - - - - - - - - - -
kveðja
Artíma
Artý-Partý
21.1.2008 | 19:40
Sælar heillirnar mínar
Við í Artímu, undir dyggum stuðningi Snorra, ætlum að bjóða ykkur til veislu á föstudaginn kemur, 25.janúar.
Gleðin hefst upp úr klukkan átta heima hjá Snorra, á Holtsgötu 13 4.h.h., 101 Reykjavík.
Sólveig Ása hefur lofað skreytingum og við hin saltstöngum. Það eina sem þið þurfið að hugsa um er að koma með sjálf ykkur og uppáhalds drykkinn ykkar.
Nýnemar eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur.
ARTÍMA og SNORRI
ps.
Heyrst hefur af Listaháskólagleði sama dag. Sýning og partý 1. og 2. árs skólans alls. Við erum að kanna grundvöll þess að tefla þessu tvennu saman. Fylgist með !
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flúxus Tónverk á Nýló
18.1.2008 | 16:24
Tónverk eftir hinn heimsþekkta Fluxus-listamann Philip Corner verða flutt kl. 20:00 n.k. laugardagskvöld, 19. janúar í Nýlistasafninu.
Aðgangur er ókeypis.
Um er að ræða spennandi og óvenjulegan atburð sem vert er að gefa sér tíma til að upplifa.
Ef áhugi myndast eru meðlimir Artimu tilbúnir að hóa saman á barinn að flutningi loknum.
Sjáumst
Artíma
og við minnum enn á að félagið starfar einungis fyrir ykkur
Artímu Bíó
15.1.2008 | 21:03
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Davíð Örn í Gallerý Ágúst -
11.1.2008 | 01:32
Fréttatilkynning
Davíð Örn Halldórsson opnar einkasýningu sína absalút gamall kastale
í Galleríi Ágústi laugardaginn 12. janúar kl. 16.
Gallerí Ágúst fagnar nýju ári með ævintýralegri málverkasýningu Davíðs Arnar Halldórssonar. Davíð Örn er þekktur fyrir að nota djarfa liti og óhefðbundin efni í verk sín svo sem bílalakk, olíupastel og úðabrúsalakk til þess að ná fram sterkum frásagnaráhrifum. Hann málar gjarnan á fundið efni, oftast viðarplötur en einnig vinnur hann beint á veggi og vinnur m.a. stóra veggmynd beint á veggi gallerísins á þessari sýningu.
Á síðasta ári gerði Davíð Örn Halldórsson víðreist. Hann var í hópi íslenskra listmálara sem voru valdir til að sýna á HangArt-7 sýningunni í Salzburg í haust þar sem verk hans vöktu mikla athygli. Hann sýndi einnig í New York og Reykjavík en í Moskvu var sett upp geysistórt veggverk eftir málverki hans á Rozamira listahátíðinni í Rússlandi.
Sýningin absalút gamall kastale opnar 12. janúar n.k. kl. 16 og stendur til 23. febrúar. Gallerí Ágúst er opið miðvikudaga til laugardaga 12-17 og eftir samkomulagi.
Allar nánari upplýsingar eru veittar með ánægju í síma 578 2100 eða 869 2013.
Virðingarfyllst,
Sigrún Sandra Ólafsdóttir
Gallerí Ágúst
Baldursgötu 12
101 Reykjavík
578 2100 / 869 2013
art@galleriagust.is
www.galleriagust.is
Mið-laug 12-17 og eftir samkomulagi.
Wed-Sat 12-17 and by appointment.
Bjórkvöld og sýningaropnun
7.1.2008 | 16:01
Sæl og gleðilegt ár,
Við vonum að allir hafi haft það gott um jólin og áramótin og séu tilbúin í gleðina sem er framundan á árinu.
Á Listasafni Reykjavíkur á fimmtudaginn kemur klukkan 17.00 er opnun á sýningu Steingríms Eyfjörð, Lóan er komin. Þetta er sýningin sem var sett upp á Feneyjar Tvíæringnum í sumar. Vegna þeirrar nýbreitni safnsins að hafa opið lengur á fimmtudgöum ætlum við að hittast í Hafnarhúsinu, klukkan 20.00, kíkja á sýninguna og spjalla.
Við vonumst til að sjá sem flesta! List á heimsmælikvarða. Frábær félagsskapur, bjór og vín, kaffi og spjall er það sem að við leitumst eftir.
Ég minni ykkur á dagatal Artímu á netinu sem er uppfært reglulega með öllum helstu viðbuðum.
Munum : Artíma er ekkert án ykkar!
mbk
-artíma
Menning og listir | Breytt 8.1.2008 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðileg jól
26.12.2007 | 01:35
Meðlimir Artímu óska ykkur gleðilegra jóla.
Við þökkum ykkur fyrir góðar stundir á skólaárinu og hlökkum til að hefja nýtt ár af fullum krafti og vonumst til að sjá ykkur sem flest og sem oftast.
með bestu jólakveðju,
Artíma
Jóhanna, Karina, Heiða, Heiðar og Sólveig