Myndlistarkvöld og öl

Það er komið að síðasta bjórkvöldi Artímu í vetur á fimmtudaginn kemur, 17.apríl. klukkan 20.00.

Við ætlum að hafa það frábært og fara á Nýlistasafnið, á Laugavegi 26.

Við mætum þangað klukkan átta þar sem tekið er á móti okkur og við frædd um þá starfsemi sem nú er í gangi í tilefni af 30 ára afmæli safnins. Þau vilja ólm fá aðstoð í sumar svo ég kvet ykkur til að mæta og sjá hvað er að gerast. Þetta gæti verið stórkostlegt tækifæri í framalífinu.

Við megum taka með okkur vín eða öl eða hvað svo sem væri og skála þar. Eftir góða kvöldstund á nýló höldum við svo á Ölstofuna að vanda.

 Við hlökkum til að sjá ykkur,Artíma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vúhú hlakka til :P

karina hanney (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 14:15

2 identicon

Ég mæti og tek rauðvínsflösku með mér :D

Jóhanna Björk (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband